Reynslusaga

Lífsvirðing hefur áhuga á því að safna reynslusögum. Hefur þú þurft að horfa upp á óbærilegar kvalir ástvinar og sannfærst um að gott væri að leyfa dánaraðstoð sem valkost? Eða ertu sjálf/ur á þeim stað að vilja fá að deyja með reisn? Sendu okkur sögu þína. Hægt er að birta hana nafnlaust óskir þú þess.
  Ef þú gefur leyfi til að birta sögu þína áskilum við okkur ritstjórnarlegt leyfi til að yfirfara textann og stytta hann ef nauðsyn krefur.

Reynslusögur

 • Ég veit fyrir víst að svona vildi hún aldrei enda líf sitt

  Ég veit fyrir víst að svona vildi hún aldrei enda líf sitt

  Konan mín, sem aðeins er 52 ára, greindist með lungnakrabbamein í marslok 2017 eftir að hafa gengið á milli lækna í 4 – 5 mánuði. Hún var mjög hraust og passaði sig að lifa eðlilegu heilbrigðu lífi. Síðar dreifði krabbinn sér í nýrnahettu og höfuð. Í janúar 2018 var hún send til London í sérstaka […] Lesa meira
 • Ekki í boði að fá dánaraðstoð

  Ekki í boði að fá dánaraðstoð

  Ég eignaðist tælenska tengdadóttur og með syni mínum eignaðist hún tvö börn. Hún og sonur minn slitu samvinstum í góðu. Hann var að mestu með umsjón barna þeirra og ég við hlið hans. Ég tengdist tengdadótturinni náið og reyndi alltaf að vera til staðar fyrir hana. Svo greindist hún með krabbamein en vegna læknamistaka uppgotvaðist […] Lesa meira
 • Að deyja með reisn?

  Að deyja með reisn?

  Pabbi hafði alltaf verið afar hraustur og var orðinn 95 ára. Hann fór allra sinna ferða sjálfur, keyrði ennþá bílinn, fylgdist með fréttum og þau mamma gerðu skrítnu krossgátuna í Mogganum um helgar. Í lok apríl veiktist hann skyndilega og við áttum alveg von á því að það yrði hans síðasta.  Hann náði sér hins […] Lesa meira
 • Spurningar um úrræði til sjálfsvíga algeng á efri árum

  Spurningar um úrræði til sjálfsvíga algeng á efri árum

  Ég er á góðum stað í lífinu núna við 70 ára aldur. En mikið skyggir á lifsgæðin, hræðslan við að fá illbærilegan sjúkdóm og eiga síðustu stundir, jafnvel ár við hörmung! Slíkt er mjög nálægt okkur að sjá og heyra um. Þessi umræða er ein sú algengasta á efri árum og spurningar um úrræði til […] Lesa meira
 • Ég missti pabba minn fyrir 4 árum

  Ég missti pabba minn fyrir 4 árum

  Ég missti pabba minn fyrir 4 árum. Hann þjáðist af krabbameini. Hann var mjög ákveðinn maður og hann talaði oft um að hann vildi deyja hratt, „ekkert vesen“ eins og hann sagði svo oft. Við ræddum opinskátt um dauðann og hann sagðist ekki vera hræddur, en hann var þannig maður að þó að hann hafi […] Lesa meira