Ég er á góðum stað í lífinu núna við 70 ára aldur. En mikið skyggir á lifsgæðin, hræðslan við að fá illbærilegan sjúkdóm og eiga síðustu stundir, jafnvel ár við hörmung! Slíkt er mjög nálægt okkur að sjá og heyra um. Þessi umræða er ein sú algengasta á efri árum og spurningar um úrræði til sjálfsvíga algeng. Átakanlegt er að hafa ekki viðunandi úrræði og engan hef ég hitt sem ekki væri þakklátur fyrir að fá að deyja með sæmd . Ég er þér og þeim að þessum málum standa þakklát og vil gjarna aðstoða ef þörf væri.

Aðalbjörg Reynisdóttir