Dánaraðstoð eru sjálfsögð mannréttindi, allir eiga skilið að deyja með reisn. Ég hef horft á ömmu, afa, mömmu, móðursystur og tengdapabba veslast upp og þjást óbærilega undir lokin (fjögur með krabbamein, einn með parkinson). Að breytast í beinagrind sem haldið er lífi í með ráðum og dáðum lækna og fá ekkert um það að segja er ekki bara rangt, það er algjör vanvirðing gagnvart lífi manns. Að horfa upp á þína eigin móður breytast í beinagrind fyrir framan þig, þannig að sú mynd er föst í höfðinu á þér og þú getur ekki munað hvernig hún leit út áður, það er eitthvað sem enginn ætti að þurfa að upplifa. Það er eitthvað sem ég ætla ekki að láta mín börn upplifa þegar ég, undir mitt síðasta og veit að mér mun aldrei batna, mun gera allt til að ljúka mínu lífi þegar ég vil. Ef ekki með aðstoð heilbrigðisfólks, þá án þess.