Maðurinn minn dó úr blöðruhálskirtilskrabbabeini. Síðustu tvær vikurnar lá hann á sjúkrahúsi. Síðustu 2 dagana náði morfínið ekki að kæfa verkina og var hann mjög kvalinn þessa síðustu daga sína.
 
Mig langar ekki að þurfa sjálf að leggjast inn á sjúkrahús mína síðustu daga með þá vitneskju að ég gæti þurft að þola það sama og maðurinn minn. Því vil ég gjarnan fá að ráða hvenær og hvernig ég yfirgef þessa jarðvist. Reyndar hefði maðurinn minn getað endað líf sitt sjálfur með því að taka inn allar þær morfínbirgðir sem til voru á heimilu, en það virtist ekki hvarfla að honum. Ég hefði hins vegar gert það.