Amma lá síðustu 3 árin í rúminu á elliheimilinu sem hún dvaldi á. Hún þekkti orðið engan afkomenda sinna, grét bara og það eina sem skildist var þegar hún bað í sífellu Guð að taka sig. Þegar kom að því að hún skildi við, orðin 101 árs gömul, var lífið látið fjara út með líknandi meðferð. Ég varð svo reið. Þetta var bara fallegra orðalag yfir því að svelta hana í hel. Það tók hana rúmar tvær vikur að fjara þannig út. Hver er reisnin? Þetta var svo ömurlegt í alla staði.

Mamma mín var að greinast með Alzheimer. Hún segir mér reglulega að hún sé tilbúin að fá að fara, vill ekki enda eins og amma. Ef ég væri í þeirra sporum myndi ég líka vilja fá að fara með reisn og af minni ákvörðun – þegar ég hef ekkert lengur að bjóða lífinu og þeim sem lifandi eru.