Dánaraðstoð í Benelux-löndunum

Í nóvember 2016 kom út skýrsla sem heitir „Assisted dying practice in Benelux: Whitepaper 1“ sem er yfirlit yfir reynslu Belgíu, Hollands og Lúxemborgar af lögleiðingu dánaraðstoðar. Skýrslan byggir á opinberum upplýsingum landanna fyrir árið 2015.

Lögleiðing dánaraðstoðar í Benelux-löndunum

  • Holland varð fyrsta landið í heiminum árið 2002 sem heimilaði dánaraðstoð með sérstökum skilyrðum.
  • Belgía fylgdi í kjölfarið og innleiddi sín lög einnig árið 2002.
  • Luxemborg lögleiddi dánaraðstoð 2009.

Aðeins í Hollandi var dánaraðstoð heimiluð fyrir lagasetninguna en lögin eru svipuð í öllum löndunum og eru frjálslyndari en gerist í þeim ríkjum Bandaríkjanna þar sem dánaraðstoð er heimiluð (Oregon og Washington fylkjum). Í löndunum þremur eru starfandi sérstakar nefndir „Euthanasia Commission“ á vegum ríkisins sem hafa það hlutverk að safna upplýsingum, flokka þær og birta skýrslur um dánaraðstoð.

Upplýsingarnar í skýrslunni eru byggðar á útgáfu nefndanna ásamt rannsóknum sem hafa birst í ritrýndum vísindatímaritum.

Tilfellum um dánaraðstoð fer fækkandi í Hollandi og Belgíu

Á mynd 1 er sýnd fjölgun tilkynntra dauðsfalla vegna dánaraðstoðar í Hollandi og Belgíu frá setningu laganna.

Þrátt fyrir að hér sé um fjölgun dauðsfalla að ræða er mikilvægt að taka tillit til þróunar almennra dauðsfalla. Fjöldi dauðsfalla (mynd 2) í báðum löndum minnkaði fram til 2007 en hefur vaxið síðan vegna öldrunar. Jukust dauðsföll um 11% í Hollandi frá 2007 til 2015 og um 8% í Belgíu á sama tíma. Samanburðurinn ætti því að vera við þessar staðreyndir.

Bera þarf saman hlutfall þeirra sem deyja vegna dánaraðstoðar við heildarfjölda dauðsfalla.

Hlutfall dánaraðstoðar fer minnkandi í Hollandi og Belgíu


Mynd 3 sýnir hlutfall dánaraðstoðar af heildarfjölda þeirra sem deyja og kemur fram að í bæði Hollandi og Belgíu fer hlutfallið minnkandi. Hafa þarf í huga að tölur fyrir Hollandi hefjast ekki í 0-punkti þar sem dánaraðstoð var stunduð mörgum árum fyrir lagasetninguna.

Krabbamein helsta ástæða óska um dánaraðstoð

Mynd 8 sýnir ástæður sjúklinga sem óska eftir dánaraðstoð og er myndin til vinstri fyrir Holland en til hægri fyrir Belgíu.

Aðstoð vegna heilabilunar / geðrænna sjúkdóma er sjaldgæft

Það hafa verið deilur um dánaraðstoð við sjúklinga með heilabilun og geðræn vandamál. Hafa verður í huga að einstaklingurinn þarf að uppfylla ströng skilyrði og geta tekið upplýsta ákvörðun um að óska eftir dánaraðstoð. Hollensk yfirvöld hafa rannsakað þau mál sérstaklega.

Í Hollandi er dánaraðstoð við heilabilaða eða fólk með geðræn vandamál er enn afar fátíð (sjá mynd nr. 11) eða minna en 1% meðal sjúklinga með heilabilun og 0.5% meðal fólks með geðræn vandamál. Tölur fyrir Belgíu eru mjög svipaðar.

Þeir sem telja að fjölgun sjúklinga sem kjósa dánaraðstoð sé aðallega meðal fólks með heilabilun eða geðræn vandamál hafa því rangt fyrir sér. Langsamlega flestir eru krabbameinssjúklingar.

Það má hins vegar búast við að þessar tölur hækki á komandi árum því hlutfall dauðsfalla fólks með heilabilun og geðræn vandamál fer vaxandi. Fjöldi dauðsfalla fólks með heilabilun hefur aukist frá 5% af öllum dauðsföllum árið 2003 í 9,4% árið 2015. Fjöldi dauðsfalla fólks með geðræn vandamál hefur á sama tíma aukist úr því að vera 4,6% í 7,7%.

Í Belgíu hafa dauðsföll fólks með geðræn vandamál aukist úr 3% árið 2003 í 4,5% árið 2013.

Jafnvel meðal krabbameinssjúklinga er dánaraðstoð undantekning

Jafnvel meðal krabbameinssjúklinga í Hollandi er það undantekning að óskað er eftir dánaraðstoð. Helsta dánarorsökin í landinu er krabbamein (31% allra dauðsfalla) og jafnframt helsta ástæða þeirra sem hljóta dánaraðstoð en hlutfallið er að innan við 10%. Í Belgíu er hlutfallið jafnvel enn lægra en það er minna en 5% af þeim sem deyja úr krabbameini.

Kjósa að deyja heima

Um 80% þeirra sem kjósa dánaraðstoð í Hollandi deyja heima við. Í Belgíu eru tölurnar lægri en um 45% deyja heima en um 40% á líknardeild. Skýringin er líklegast sú að boðið er upp á góða líknarmeðferð í Belgíu en rannsóknir sýna að slíkir sjúklingar deyja frekar á stofnunum.

Lúxemborg

Frá lögleiðingu dánaraðstoðar árið 2009 hefur eftirspurnin ekki verið mikil og af öllum dauðsföllum er hlutfall dánaraðstoðar aðeins um 0,3%. Krabbamein er orsökin í 79% tilfella og 18% vegna hrörnunarsjúkdóma á taugakerfi.

Orðanotkun: Við höfum valið orðið dánaraðstoð sem þýðingu á orðinu euthanasia.

_________

Nánari upplýsingar:

Ingrid Kuhlman
ingrid@lifsvirding.is
s. 892 2987

Bjarni Jónsson
s. 612 3295