Skilyrðin í Hollandi eru þau að læknirinn:
- sé sannfærður um að ósk sjúklingsins sé sjálfviljug og vel ígrunduð,
- sé sannfærður um að þjáning sjúklingsins sé viðvarandi (ómeðhöndlanleg) og óbærileg,
- hafi upplýst sjúklinginn um ástand hans og horfur,
- og sjúklingurinn séu sannfærðir um að engin önnur skynsamleg úrræði séu í boði,
- hafi ráðfært sig við a.m.k. einn annan, óháðan lækni, sem hefur vitjað sjúklingsins og veitt skriflegt álit sitt um skilyrði a)-d),
- gæti læknisfræðilegrar vandvirkni við að binda endi á líf sjúklingsins eða aðstoða hann við sjálfsvíg.
Dánaraðstoð er með öðrum orðum sá verknaður að binda endi á líf sjúklings af ásetningu og að ósk hans.
Dánaraðstoð samkvæmt þessu skilyrðum er ekki:
- líknandi meðferð eða lífslokameðferð
- þegar næringu eða meðferð er hætt
- þegar sjúklingur fær aukna verkjalyfjameðferð, t.d. morfín í þeim tilgangi að flýta dauðastundinni
- þegar læknir styttir líf sjúklings án vilja hans
Í hollensku lögunum kemur fram að það má ekki þvinga lækna til að veita dánaraðstoð, þeir hafa ótvíræðan rétt til að neita. Sjúklingur á ekki rétt á dánaraðstoð; hann á aðeins rétt á að biðja um dánaraðstoð.