Greinar og tenglar

Heimsmeistarakort

Eitt af því sem sameinar félaga um dánaraðstoð um allan heim er að berjast fyrir rétti fólks til að deyja með reisn. Asunción Alvarez, forseti World Federation of Right to Die Societies (WFRtDS): „Um allan heim berst fólk fyrir því að gera virðulegan dauða mögulegan fyrir sig og þá sem þeir elska. Það er þetta fólk sem við viljum setja í sviðsljósið núna. Þetta eru meistararnir sem berjast fyrir löggjöf um dánaraðstoð með stuðningi sínum, aðgerðum, baráttu, skrifum, viljastyrk og framtíðarsýn.“
Meðfylgjandi Heimsmeistarakort verður birt á sama tíma um allan heim af 58 félögum í 30 löndum og sex heimsálfum. Hægt er að smella á hvert land fyrir sig og þá opnast gluggi.
Rob Jonquière, framkvæmdastjóri WFRtDS: „Kortið segir sögur foreldra, systkina, aðgerðasinna, lækna, stuðningsmanna og sjálfboðaliða sem vinna að því að lögleiða dánaraðstoð um allan heim. Það er vitnisburður um baráttu þeirra og margbreytileikann sem þeir standa frammi fyrir í því að berjast fyrir réttinum til að deyja með reisn.

Á heimsráðstefnu WFRtDS 2.-6. nóvember í Toronto, Kanada, mun forsetinn afhjúpa Heimsmeistarakortið, ræða árangurinn hingað til ásamt þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir árið 2023. Hægt er að smella á Ísland og lesa orð Formanns Lífsvirðingar.

 

Greinar og önnur umfjöllun

Í meðfylgjandi skjali er búið að taka saman það sem hefur birst í hinum ýmsu miðlum: greinar í fjölmiðlum, ritgerðir úr háskóla, umræður á Alþingi, skrif í Læknablaðinu o.fl.

Skrifað um dánaraðstoð – samantekt til 2023

 

Tenglar

 

Holland

 

Sviss