Lífsvirðing er félag um dánaraðstoð

Markmið félagsins eru eftirfarandi:

Uppbyggileg umræða
Að stuðla að opinni, uppbyggilegri og víðtækri umræðu um dánaraðstoð. Félagið leggur áherslu á að einstaklingur hafi yfirráð yfir líkama sínum, lífi og dauða.
Löggjöf um dánaraðstoð

Að vinna að því að samþykkt verði löggjöf um það að við vissar, vel skilgreindar aðstæður, og að uppfylltum ströngum skilyrðum, verði dánaraðstoð mannúðlegur valkostur fyrir þá sem kjósa að deyja með reisn. Félagið telur að dánaraðstoð með skýrum skilyrðum teljist til mannréttinda.

Fræðsla
Að standa fyrir upplýsingagjöf, fundum og ráðstefnum um dánaraðstoð og vera í góðum tengslum við sambærileg félög erlendis.
Fræðsluefni
Lífsvirðing er félag um dánaraðstoð.

Reynslusaga

Lífsvirðing hefur áhuga á því að safna reynslusögum. Hefur þú þurft að horfa upp á óbærilegar kvalir ástvinar og sannfærst um að gott væri að leyfa dánaraðstoð sem valkost? Eða ertu sjálf/ur á þeim stað að vilja fá að deyja með reisn? Sendu okkur sögu þína. Hægt er að birta hana nafnlaust óskir þú þess.
    Ef þú gefur leyfi til að birta sögu þína áskilum við okkur ritstjórnarlegt leyfi til að yfirfara textann og stytta hann ef nauðsyn krefur.