Lífsvirðing er félag um dánaraðstoð
Markmið félagsins eru eftirfarandi:

Uppbyggileg umræða
Að stuðla að opinni, uppbyggilegri og víðtækri umræðu um dánaraðstoð. Félagið leggur áherslu á að einstaklingur hafi yfirráð yfir líkama sínum, lífi og dauða.

Löggjöf um dánaraðstoð
Að vinna að því að samþykkt verði löggjöf um það að við vissar, vel skilgreindar aðstæður, og að uppfylltum ströngum skilyrðum, verði dánaraðstoð mannúðlegur valkostur fyrir þá sem kjósa að deyja með reisn. Félagið telur að dánaraðstoð með skýrum skilyrðum teljist til mannréttinda.

Fræðsla
Að standa fyrir upplýsingagjöf, fundum og ráðstefnum um dánaraðstoð og vera í góðum tengslum við sambærileg félög erlendis.
Fræðsluefni
Lífsvirðing er félag um dánaraðstoð.
Orðanotkun
Við höfum valið orðið dánaraðstoð sem þýðingu á orðinu euthanasia.