fbpx

Mismunandi aðferðir dánaraðstoðar

Í heiminum er notast við þrjár meginaðferðir við veitingu dánaraðstoðar:
    1. Læknir gefur einstaklingi lyf í æð. Þessi aðferð er oft kölluð „hollenska leiðin“ og er m.a. notuð í Hollandi, Belgíu, Lúxemborg, Kanada, Kólumbíu og Nýja Sjálandi. Fyrst fær sjúklingurinn svefnlyf og síðan er honum gefið vöðvaslakandi lyf sem veldur því að öndun og hjartsláttur stöðvast. Aðgerðin tekur aðeins nokkrar mínútur og sjúklingurinn finnur ekkert.

      Þessi aðferð nýtur mest stuðnings en í skýrslu heilbrigðisráðherra sem framkvæmd var meðal íslensks almennings á vormánuðum 2023 kom fram að 53,1% hugnaðist þessi aðferð best.


    2. Einstaklingur innbyrðir sjálfur lyf sem læknir útvegar. Þessi aðferð er oft kennd við Sviss og notuð af samtökum eins og Dignitas og Pegasos. Aðferðin er í boði bæði fyrir innlenda og erlenda ríkisborgara sem ferðast til Sviss í þeim tilgangi að binda endi á þjáningar sínar.  Svissnesk hegningarlög heimila einstaklingum að aðstoða aðra við að taka eigið líf svo lengi sem ekki sé um að ræða eigingjarna ástæðu, eins og til dæmis peningalega. Þessi leið er einnig í boði í Benelúx-löndunum þó að flestir velji að læknir gefi þeim lyf í æð.
      Könnun heilbrigðisráðherra frá 2023 sýndi að 26,1% íslensks almennings hugnaðist þessi aðferð best.


    3. Læknir skrifar upp á lyf sem einstaklingurinn sækir í apótek og innbyrðir sjálfur. Hér er um að ræða aðferð sem er notuð í flestum fylkjum Bandaríkjanna og er oft kennd við Oregon en það fylki heimilaði dánaraðstoð árið 1997. Skilyrði er m.a. að einstaklingurinn sé með ólæknandi sjúkdóm sem mun draga hann til dauða innan sex mánaða. Svipaða löggjöf er að finna í Ástralíu. 

      Könnun heilbrigðisráðherra frá 2023 sýndi að 9,1% íslensks almennings hugnaðist þessi aðferð best.

      Hluti af umræðunni sem þarf að eiga sér stað á Íslandi er að ákveða hver af ofangreindum aðferðum  hentar okkur Íslendingum best.