Ég veit ekki hvaða hugmyndir ég hafði um það að deyja áður en pabbi dó eftir lífslokameðferð, en þegar hann lést vöknuðu spurningar og efasemdir um það verklag sem viðhaft er á Íslandi.
Það er erfitt að finna réttu orðin til að lýsa þeim tilfinningum sem fylgdu því að sjá tengdapabba minn, sem var með langt gengið krabbamein, fara í gegnum lífslokameðferð.
Faðir minn lést 21. janúar 2023. Hann var fæddur árið 1936. Hann var því á 87 aldursári á dánardegi. Pabbi var hress og heilsuhraustur nær alla sína ævi. Daginn fyrir 85 ára afmælisdaginn sinn sat hann sjálfur undir stýri á bíl sínum, keyrði norður í land til að fagna afmælisdegi sínum. Þá var hann eitthvað farinn að finna fyrir krankleika, og síðar á því ári greinist hann með MND sjúkdóm.
Ég átti langveikt barn i mörg ar og veiktist sjálf mikið eftir það. Var veik og með verki alla daga. Það er alltaf eitthvað nýtt að mér. Ég er komin með fimm sérfræðilækna sem geta lítið gert. Til að lina þjáningar fæ ég lyf, sem eru ekki ódýr og ekki niðurgreidd. Þetta eru verkja-, kvíðastillandi og bólgueyðandi lyf.
41 eins árs Íslendingur með ristilkrabbamein sem er komið út í eitla og lifur er lagður inn á líknardeild í Danmörku. Stuttu seinna er tekin ákvörðun um að hætta að gefa honum næringu og vatn (lífslokameðferð). Það er eingöngu dælt í hann lyfjum og morfínblöndu.