fbpx

Reynslusögur

Reynsla lítilsvirðingar: Saga af kveðjustund

Faðir minn lést 21. janúar 2023. Hann var fæddur árið 1936. Hann var því á 87 aldursári á dánardegi. Pabbi var hress og heilsuhraustur nær alla sína ævi. Daginn fyrir 85 ára afmælisdaginn sinn sat hann sjálfur undir stýri á bíl sínum, keyrði norður í land til að fagna afmælisdegi sínum. Þá var hann eitthvað farinn að finna fyrir krankleika, og síðar á því ári greinist hann með MND sjúkdóm.

Ef ég ætti ekki börn, þá væri eg ekki hér

Ég átti langveikt barn i mörg ar og veiktist sjálf mikið eftir það. Var veik og með verki alla daga. Það er alltaf eitthvað nýtt að mér. Ég er komin með fimm sérfræðilækna sem geta lítið gert. Til að lina þjáningar fæ ég lyf, sem eru ekki ódýr og ekki niðurgreidd. Þetta eru verkja-, kvíðastillandi og bólgueyðandi lyf.

Morð í sparifötunum

41 eins árs Íslendingur með ristilkrabbamein sem er komið út í eitla og lifur er lagður inn á líknardeild í Danmörku. Stuttu seinna er tekin ákvörðun um að hætta að gefa honum næringu og vatn (lífslokameðferð). Það er eingöngu dælt í hann lyfjum og morfínblöndu.

Ég veit fyrir víst að svona vildi hún aldrei enda líf sitt

Konan mín sem aðeins er 52 ára var greind með lungnakrabbamein í marslok 2017 eftir að hafa gengið á milli lækna í 4-5 mánuði. Mjög hraust og passaði sig að lifa eðlilegu heilbrigðu lífi. Síðar dreifði krabbinn sér í nýrnahettur og höfuð. Í janúar 2018 var hún send til London í sérstaka geislameðferð.

Hver er reisnin?

Amma lá síðustu 3 árin í rúminu á elliheimilinu sem hún dvaldi á, þekkti orðið engan afkomenda sinna, grét bara og það eina sem skildist var þegar hún bað í sífellu guð að taka sig. Þegar kom að því að hún skildi við, orðin 101 árs gömul, var lífið látið fjara út með líknandi meðferð. Ég varð svo reið.