Dauðinn ekki verstur
Ég er aðstandandi en mamma mín er með Lewybody sjúkdóminn. Hún greindist með Parkinson 2017 og 2018 með Alzheimer. Í dag er hún ósjálfbjarga á allan hátt og fer hægt niður á við. En sjúkdómurinn helltist yfir þessa elsku á sínum tíma. Að sjá nákominn ættingja hverfa frá manni á þennan hátt er afar erfitt að horfa upp á.
Þegar svona er komið er dauðinn ekki verstur í mínum huga. Mér finnst mamma mín kveljist til dauða í alltof langan tíma og ég og við ættingjar höfum ekkert um það að segja. Ég myndi svo gjarnan vilja að hún myndi fá að deyja. Það má ekki hjálpa svona fólki að deyja nema það sýni það glöggt með því að hætta að borða og þess háttar. Við ættingjar erum öll að kveljist með þessari elsku sérhvern dag.