Af hverju má ekki lina þjáninguna nú þegar?

Eftir að hafa horft á ástvin deyja hægt úr heilabilun, og starfa á hjúkrunarheimili þar sem margir íbúar höfðu heilabilun eða hrörnunarsjúkdóm, hef ég sterkar skoðanir á mikilvægi dánaraðstoðar. Að deyja hægt úr kvalarfullum sjúkdómi er fyrir mér pynting, og þykir mér merkilegt hvað fólki finnst algjörlega sjálfsagt að svæfa dýr „svo þau þjáist ekki“, en á sama tíma þyki eðlilegt að manneskjur þjáist langtímum saman.