Morð í sparifötunum

41 eins árs Íslendingur með ristilkrabbamein sem er komið út í eitla og lifur er lagður inn á líknardeild í Danmörku. Stuttu seinna er tekin ákvörðun um að hætta að gefa honum næringu og vatn (lífslokameðferð). Það er eingöngu dælt í hann lyfjum og morfínblöndu.

Tveimur vikum seinna er hann enn á lífi en meðvitundarlaus. Læknar og hjúkrunarfólk eru undrandi á því hversu lengi hann lifir svona næringarlaus. Beðið er hreinlega eftir því að hann deyi með því að svelta hann til dauða. Þetta er með því óhugnanlegasta sem við höfum heyrt af. 

Mamma hans segir:

„Þetta ætlar að verða löng banalega hjá honum blessuðum. Núna fær hann lyf o.fl. með slöngu inn í nefhol. Hann er grindhoraður og augun hvolfast inn í höfuðkúpuna. Allt mjög óhugnanlegt. Hef áhyggjur af konunni hans og dætrum að þær biði skaða andlega.

Þetta er allt mjög ómanneskjulegt. Lýsing konu hans er átakanleg: Hvern einasta dag oft á dag hef ég haldið að það væri komið að kveðjustund. En alltaf vaknar hann aftur. Við erum bæði jafn glöð og jafn vonsvikin í hvert skipti. Pælið í að óska þess að hann fái að deyja. Hann nýtur ekki neins lengur. Hann er að visna hægt og rólega. Ég skil ekki af hverju er ekki hægt að biðja um líknarsprautuna þegar allt er svona langt gengið. 

Þetta er hræðilegur dauðdagi. Engin líkn. Þetta er bara morð í sparifötunum. Við skiljum ekki af hverju hann deyr ekki, hvernig hann getur hangið á lífi, næringarlaus og ekkert að drekka. Þeir þurrka upp og drepa það. 

Hann opnar augun og vaknar. Hræddur og hissa. Konan hans liggur á hörðum bekk við hliðina á honum. Hefur gert í 5 vikur. Hún hefur ekki vikið frá honum og hann með fulla meðvitund þegar hann vaknar. Allt mjög óhugnanlegt og tortímandi fyrir hann og aðstandendur að fá ekki að deyja með reisn. Það á í það minnsta að vera takmörk og leyfa fólki að geta fengið að fara á einhverjum tímapunkti.

Hann er ungur og sterkur með sterkt hjarta. Ekkert að gert nema að bíða að hjartað gefi sig.

 Maður verður svo angistarfullur og vanlíðan hræðileg. Nákvæmlega þegar vitað er hvert stefnir.“