Á síðasta áratug hafa æ fleiri lönd lögleitt dánaraðstoð. Skoðanakannanir víða um heim hafa einnig sýnt mjög aukið fylgi við dánaraðstoð þar sem slíkt er enn ekki í boði. Þetta á jafnt við um almenning og heilbrigðisstarfsfólk.
Dánaraðstoð hefur lengi verið umdeilt og tilfinningaþrungið umræðuefni. Eftir að Lífsvirðing, félag um dánaraðstoð, var stofnað fyrir fjórum árum hefur umræðan aukist jafnt og þétt og sífellt fleiri lönd og fylki landa bæst í hóp þeirra sem leyfa dánaraðstoð. Hér fyrir neðan eru nefnd nokkur rök með dánaraðstoð.
Undanfarin ár hefur því oft verið haldið fram að umræðan um dánaraðstoð sé ekki nægjanleg og þurfi að aukast. Um það má auðvitað deila.
Á Spotify má finna viðtöl um dauðann sem Matthías Tryggvi Haraldsson, spyrill þáttanna og leikskáld, gerði en um var að ræða rannsóknarverkefni fyrir Borgarleikhúsið þar sem Matthías Tryggvi starfar. Viðtölin, sem eru í fjórum þáttum, voru birt á Rás 1 á tímabilinu 30. mars til 5. apríl 2021.
Á Spotify má finna prýðileg viðtöl um dauðann sem Matthías Tryggvi Haraldsson, spyrill þáttanna og leikskáld, gerði en verkefnið var rannsóknarverkefni fyrir Borgarleikhúsið þar sem Matthías Tryggvi starfar. Í fjórða þætti[1] ræðir hann við yfirlækni líknardeildar Landspítalans, Valgerði Sigurðardóttur, um starf líknardeildar og dauðann.