Í þessari grein ætla ég að ræða muninn á dánaraðstoð annars vegar og sjálfsvígi hins vegar. Tilefni greinarinnar er m.a. umræða yfirlæknis líknardeildar LSH, Valgerðar Sigurðardóttur, sem sagði í viðtali sl. vor að fólk gæti bara tekið eigið líf frekar en að biðja um dánaraðstoð.
Flokkarnir eru sammála um könnun um dánaraðstoð en ósammála um lögleiðingu dánaraðstoðar.
Lífsvirðing, félag um dánaraðstoð, sendi öllum stjórnmálaflokkum sem bjóða fram til Alþingiskosninga 25. september n.k. könnun um afstöðu þeirra til atriða sem snerta dánaraðstoð.
Það liggur fyrir okkur öllum að deyja og þökk sé læknavísindunum lifum við lengur en áður. Hin hliðin á þessari þróun vísindanna er að stundum er lífið búið áður en við deyjum.
Á síðasta áratug hafa æ fleiri lönd lögleitt dánaraðstoð. Skoðanakannanir víða um heim hafa einnig sýnt mjög aukið fylgi við dánaraðstoð þar sem slíkt er enn ekki í boði. Þetta á jafnt við um almenning og heilbrigðisstarfsfólk.
Dánaraðstoð hefur lengi verið umdeilt og tilfinningaþrungið umræðuefni. Eftir að Lífsvirðing, félag um dánaraðstoð, var stofnað fyrir fjórum árum hefur umræðan aukist jafnt og þétt og sífellt fleiri lönd og fylki landa bæst í hóp þeirra sem leyfa dánaraðstoð. Hér fyrir neðan eru nefnd nokkur rök með dánaraðstoð.