fbpx

Greinasafn

Dánaraðstoð og afstaða fatlaðs fólks

Dánaraðstoð er viðkvæmt mál og því mikilvægt að sem flestir taki þátt í umræðunni. Einn hópur sem hefur haft áhyggjur af lögleiðingu dánaraðstoðar er fatlað fólk. Reynslan í þeim löndum þar sem dánaraðstoð er til umræðu sýnir að það hafa komið fram efasemdir og varnaðarorð frá hagsmunasamtökum fatlaðra.

Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus

Sumir þreytast ekki á því að fullyrða að lögleiðing dánaraðstoðar muni leiða til misnotkunar, þó að þessi ótti hafi hvergi verið staðfestur hingað til. Einnig er stundum haldið fram að fólk biðji um dánaraðstoð vegna þrýstings frá aðstandendum og að dánaraðstoð sé aðferð samfélagsins til að “losna við” gamalt, fatlað og veikt fólk.

Svör við helstu áhyggjum lækna af dánaraðstoð

Læknastéttin hefur hingað til verið hikandi í afstöðu sinni til dánaraðstoðar. Á undanförnum árum hefur þó orðið veruleg breyting á afstöðu læknasamtaka í mörgum löndum frá beinni andstöðu við dánaraðstoð yfir í að vera hlutlaus eða jafnvel fylgjandi.

Að ráða yfir eigin líkama

Á 149. löggjafarþingi 2018-2019 voru samþykkt ný lög um þungunarrof, lög nr. 43/2019. Þessi lög, sem tryggja ákvörðunarrétt kvenna yfir eigin líkama, voru að flestra áliti til mikilla bóta og byggja á réttinum til að ráða yfir eigin líkama, sem má telja til grundvallarmannréttinda.

Munurinn á dánaraðstoð og sjálfsvígi er mikill

Í þessari grein ætla ég að ræða muninn á dánaraðstoð annars vegar og sjálfsvígi hins vegar. Tilefni greinarinnar er m.a. umræða yfirlæknis líknardeildar LSH, Valgerðar Sigurðardóttur, sem sagði í viðtali sl. vor að fólk gæti bara tekið eigið líf frekar en að biðja um dánaraðstoð.