Undanfarin ár hefur því oft verið haldið fram að umræðan um dánaraðstoð sé ekki nægjanleg og þurfi að aukast. Um það má auðvitað deila.
Á Spotify má finna viðtöl um dauðann sem Matthías Tryggvi Haraldsson, spyrill þáttanna og leikskáld, gerði en um var að ræða rannsóknarverkefni fyrir Borgarleikhúsið þar sem Matthías Tryggvi starfar. Viðtölin, sem eru í fjórum þáttum, voru birt á Rás 1 á tímabilinu 30. mars til 5. apríl 2021.
Á Spotify má finna prýðileg viðtöl um dauðann sem Matthías Tryggvi Haraldsson, spyrill þáttanna og leikskáld, gerði en verkefnið var rannsóknarverkefni fyrir Borgarleikhúsið þar sem Matthías Tryggvi starfar. Í fjórða þætti[1] ræðir hann við yfirlækni líknardeildar Landspítalans, Valgerði Sigurðardóttur, um starf líknardeildar og dauðann.
Í yfirlýsingu á heimasíðu Læknafélags Íslands [1] gagnrýna starfsmenn líknarráðgjafarteymis Landspítala (LSH) skýrslu heilbrigðisráðherra um dánaraðstoð sem birt var 4. september sl. Formaður Læknafélags Íslands, Reynir Arngrímsson, tekur undir athugasemdir þeirra og krefst þess að skýrslan verði dregin til baka og innihald hennar leiðrétt.
Þann 30. janúar sl. birtist grein á visir.is sem ber heitið Að lifa og deyja með reisn. Greinina rita 5 læknar og hjúkrunarfræðingar, þær Kristín Lára Ólafsdóttir, Sigríður Gunnarsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Vigdís Hallgrímsdóttir og Vilhelmína Haraldsdóttir.