Samkvæmt nýrri könnun Maskínu, sem var framkvæmd í september 2022, eru 76,2% Íslendinga hlynntir dánaraðstoð. 6,6% svara því til að þau séu „Mjög andvíg“ eða „Fremur andvíg“ og 17,2% svara „Í meðallagi“.
Segja má að dauðinn sé ákveðið feimnismál í nútímasamfélagi. Við forðumst að ræða hann og þögnin er ekki til góðs. En hverjar ætli séu ástæðurnar fyrir því að við tölum ekki um dauðann? Er það vegna þess að…
Grundvallarbreyting í afstöðu lækna og hjúkrunarfræðinga til dánaraðstoðar. Við kynningu á B.S. ritgerð Brynhildar K. Ásgeirsdóttur við Háskóla Íslands á málþingi sem Siðfræðistofnun HÍ hélt föstudaginn 6. maí sl. kom fram grundvallarbreyting á afstöðu lækna og hjúkrunarfræðinga til dánaraðstoðar.
Dánaraðstoð er viðkvæmt mál og því mikilvægt að sem flestir taki þátt í umræðunni. Einn hópur sem hefur haft áhyggjur af lögleiðingu dánaraðstoðar er fatlað fólk. Reynslan í þeim löndum þar sem dánaraðstoð er til umræðu sýnir að það hafa komið fram efasemdir og varnaðarorð frá hagsmunasamtökum fatlaðra.
Sumir þreytast ekki á því að fullyrða að lögleiðing dánaraðstoðar muni leiða til misnotkunar, þó að þessi ótti hafi hvergi verið staðfestur hingað til. Einnig er stundum haldið fram að fólk biðji um dánaraðstoð vegna þrýstings frá aðstandendum og að dánaraðstoð sé aðferð samfélagsins til að “losna við” gamalt, fatlað og veikt fólk.