Fyrir nokkrum vikum var Staffan Bergström, sænskur læknir og fyrrum formaður sænska félagsins um dánaraðstoð, sviptur læknaleyfinu. Ástæðan var sú að árið 2020 aðstoðaði hann einstakling með langt genginn MND sjúkdóm við að binda enda á líf sitt.
Samkvæmt nýrri könnun Maskínu, sem var framkvæmd í september sl., eru 76,2% Íslendinga hlynntir dánaraðstoð. Stuðningurinn er svipaður og í könnun Maskínu frá 2019 þegar 77,7% svarenda sögðust hlynntir dánaraðstoð. 6,6% svara því til að þau séu „Mjög andvíg“ eða „Fremur andvíg“, samanborið við 6,9% árið 2019. Þá eru 17,2% sem svara „Í meðallagi“, samanborið við 15,4% árið 2019.
Samkvæmt nýrri könnun Maskínu, sem var framkvæmd í september 2022, eru 76,2% Íslendinga hlynntir dánaraðstoð. 6,6% svara því til að þau séu „Mjög andvíg“ eða „Fremur andvíg“ og 17,2% svara „Í meðallagi“.
Segja má að dauðinn sé ákveðið feimnismál í nútímasamfélagi. Við forðumst að ræða hann og þögnin er ekki til góðs. En hverjar ætli séu ástæðurnar fyrir því að við tölum ekki um dauðann? Er það vegna þess að…
Grundvallarbreyting í afstöðu lækna og hjúkrunarfræðinga til dánaraðstoðar. Við kynningu á B.S. ritgerð Brynhildar K. Ásgeirsdóttur við Háskóla Íslands á málþingi sem Siðfræðistofnun HÍ hélt föstudaginn 6. maí sl. kom fram grundvallarbreyting á afstöðu lækna og hjúkrunarfræðinga til dánaraðstoðar.