Fimmtudaginn 26. janúar kl. 20 verður haldinn stofnfundur Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð. Fundurinn fer fram í húsakynnum Geðhjálpar í Borgartúni 30.
Fimmtudaginn 12. janúar verður haldin opinn fundur um dánaraðstoð. Markmið fundarins er að upplýsa um stöðu mála í heiminum og stuðla að aukinni umræðu hér á landi um dánaraðstoð. Framsögumaður á fundinum er Hollendingurinn Rob Jonquière en hann er læknir og framkvæmdastjóri hollensku samtakanna “Right to Die” (NVVE).
Þann 12. janúar kl. 19.30-21.30 verður haldinn opinn fundur um dánaraðstoð í sal FÍ í Mörkinni 6. Daginn eftir 13. janúar kl. 17-19 endurtökum við leikinn í Lionssalnum á Akureyri. Að fundunum stendur áhugahópur um dánaraðstoð en markmiðið með þeim er að stuðla að opinni, uppbyggilegri og víðtækri umræðu í samfélaginu.