Þann 3. apríl sl. birtist grein í Morgunblaðinu sem ber heitið „Gegn líknardrápum á Íslandi“ eftir Guðmund Pálsson, sérfræðing í heimilislækningum. Auk þess að nota frekar niðrandi orðalag, gætir í greininni gætir nokkurs misskilnings, sem er miður, sérstaklega þegar læknir á í hlut.
Í byrjun febrúar birtust greinar í Fréttablaðinu um „líknardeyðingu“ eins og Björn Einarsson öldrunarlæknir á Landakoti-LSH kallar dánaraðstoð. Björn fer ekki með rétt mál og viljum við því leiðrétta hann með þessari grein.
Við vitum öll að við munum deyja. Það er óumflýjanlegt. Við vitum hinsvegar ekki hvenær dauðann muni bera að garði eða hvort við munum fá mikinn fyrirvara. Við vitum ekki hvort dauðinn komi of snemma í okkar lífi eða hvort hann muni fylgja aldri.
Fimmtudaginn 26. janúar kl. 20 verður haldinn stofnfundur Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð. Fundurinn fer fram í húsakynnum Geðhjálpar í Borgartúni 30.
Fimmtudaginn 12. janúar verður haldin opinn fundur um dánaraðstoð. Markmið fundarins er að upplýsa um stöðu mála í heiminum og stuðla að aukinni umræðu hér á landi um dánaraðstoð. Framsögumaður á fundinum er Hollendingurinn Rob Jonquière en hann er læknir og framkvæmdastjóri hollensku samtakanna “Right to Die” (NVVE).