Þingveturinn 2019-2020 lögðu þingmennirnir Bryndís Haraldsdóttir, Hanna Katrín Friðriksson, Jón Steindór Valdimarsson, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Björn Leví Gunnarsson, Guðjón S. Brjánsson Hildur Sverrisdóttir, Páll Magnússon og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir fram beiðni til heilbrigðisráðherra um skýrslu um dánaraðstoð.
Innan evrópskra samfélaga hefur dánaraðstoð verið leyfileg í Benelúxlöndunum og Sviss frá síðustu aldamótum. Á Íslandi er enn sem komið er bannað að aðstoða deyjandi fólki við að deyja, eingöngu má veita svokallaða lífslokameðferð. Munurinn á lífslokameðferðar og dánaraðstoðar er töluverður.
Þann 2. febrúar 2017 birtist grein í Fréttablaðinu eftir Björn Einarsson lækni þar sem hann tjáði sig um aðstoð við sjálfsvíg og „líknardeyðingu“, eins og hann hefur kosið að kalla dánaraðstoð.
Í nýlegri könnun Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð, sem Maskína framkvæmdi í nóvember sl., kemur í ljós að mikill meirihluti Íslendinga styður dánaraðstoð. Ef skoðuð eru öll svör segjast 77.7% mjög eða frekar hlynntir dánaraðstoð en 6.8% svara því til að þeir séu mjög eða fremur andvígir. Þá eru 15.4% sem svara „Í meðallagi“.
Í nýrri könnun Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð, sem Maskína framkvæmdi í nóvember 2019, kemur í ljós að 77.7% Íslendinga styðja dánarðastoð en þeir voru 74.5% árið 2015 í könnun sem Siðmennt lét framkvæma.