Þar sem dánaraðstoð er leyfð er hún háð ströngum skilyrðum. Eitt af því sem tengist umræðunni um dánaraðstoð er hugtakið lífsgæði. Ein leið til að skilgreina lífsgæði er sú gleði, ánægja og lífsfylling sem einstaklingur upplifir í daglegu lífi.
Ástæður þess að alvarlega veikt fólk tekur þá ákvörðun að biðja um dánaraðstoð eru umhugsunarefni fyrir alla sem hafa skoðun á lögleiðingu hennar. En dánaraðstoð er sá verknaður að binda enda á líf einstaklings af ásetningi og að ósk hans, eftir ströngum skilyrðum.
Lífsviljaskrá (e. advance directive eða living will) er skrifleg viljayfirlýsing sem geymir óskir einstaklings um meðferðir við lífslok sé hann sjálfur ekki fær um að hafa áhrif á þær meðferðir vegna andlegs eða líkamlegs ástands svo sem sjúkdóma eða slysa.
Undanfarna áratugi hefur verið deilt um hugtakið tilvistarþjáningu en hún er oft ein af ástæðum þess að fólk óskar eftir dánaraðstoð og mikilvægur þáttur sem hefur áhrif á lífsgæði. Um er að ræða tilfinningaþrungið og flókið umræðuefni sem kallar fram sterkar skoðanir frá báðum hliðum rökræðunnar.
Gian Domenico Borasco, sem er prófessor í líknarlækningum við háskólann í Lausanne í Sviss og yfirmaður líknarþjónustu háskólasjúkrahússins, telur að við verðum að sætta okkur við eigin dauðleika og undirbúa andlát okkar löngu áður en við stöndum frammi fyrir því vegna elli, veikinda eða slyss.